HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Valur Páll Eiríksson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01
Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01
„Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00