„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 23:06 Andrés Ingi segir nóg komið af ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. Þingmenn Pírata og Flokks fólksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í heild sinni á morgun. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að miðað við það að ríkisstjórnin sé í tilvistarkreppu annan hvern mánuð sé eðlilegt að vantraust sé lagt fram. „Við teljum eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni. Þau tóku krísufund fyrir tveimur mánuðum um útlendingamálin og svo þurfti að taka annan krísufund núna í kringum það að Bjarni Ben var réttur lykillinn að forsætisráðuneytinu. Þetta gengur ekki lengur. Það er ekki hægt að stjórna landi með fólki sem veit ekki einu sinni sjálft hvort það vill vera saman,“ sagði Andrés Ingi í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar rætt var við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu. Endurnýja þurfi umboðið áður en bankinn er seldur Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram frumvarp um sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún telur þá sölu ekki tímabæra. „Það þarf að vera traust á bak við svona sölu. Við vitum alveg hvernig þau skyldu síðustu sölu eftir sig. Þá var það fjármálaráðherra sem sagði af sér vegna vanhæfis. Sá sami einstaklingur er núna kominn í æðstu stöðu í þessari ríkisstjórn sem ætlar að halda áfram sölu á bankanum. Samfylkingin er ekki mótfallin því að þessi sala verði að lokum kláruð. En tímasetningin skiptir máli og við teljum rétt að ný ríkisstjórn einfaldlega endurnýi umboðið og þetta verði tekið aftur inn eftir næstu kosningar.“ Að hennar mati sé réttast að kosið verði strax í haust. Þenslan ekki hjá öryrkjunum Sigurður Ingi, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Hann sagði þenslu vera í samfélaginu og boðaði hægan útgjaldavöxt á næstu árum og engan niðurskurð. Kristrún segir skýrt koma fram í fjármálaáætluninni að ein stærsta breytan í aðhaldsaðgerðum á næsta ári sé að það eigi að fresta gildistöku nýrra laga um örorkulífeyrisþega, sem þýði að öryrkjar séu látnir bíða eftir betri kjörum til þess að fjármagna nýja kjarasamninga. Þegar formenn stjórnarflokkanna greindu frá endurnýjuðu stjórnarsambandi í Hörpu á dögunum sögðu þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að nýtt frumvarp Guðmundar Inga um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins yrði sett í forgang. Félagsmálaráðherra lagði frumvarpið fram á dögunum en nú á að fresta gildistöku væntanlegra laga, áður en umræða um það hefst. Kristrún hefði viljað sjá auknar álögur á efnafólk í stað þess að öryrkjar borgi brúsann.Vísir/Arnar „Við erum auðvitað mjög ánægð að mörgu leyti með þær tillögur sem koma inn í kjarasamninga en við vildum fá mótvægisaðgerðir á móti, pólitískar ákvarðanir. Við höfum nefnt þar auðlindaskatta og gjöld. Við höfum nefnt þar fjármagnstekjur og gjöld. Vegna þess að við vitum alveg að þar er þensla í samfélaginu, hún er ekki hjá öryrkjum. Svo má líka nefna að þarna er verið að seilast í hliðarsjóð, almennan varasjóð, sem eru í raun óhreyfðar fjárheimildir. Verið að lækka hann og kalla það aðhald. Þetta er ekkert annað en bókhaldsbrella, að mínu mati.“ Glansmyndir málaðar án innistæðu Andrés Ingi er ekki ánægður með boðaðar aðgerðir í loftslagsmálum í nýrri fjármálaáætlun. „Það er náttúrulega enn eitt dæmið um glansmynd sem þau mála, algerlega án innstæðu, í þessari áætlun. Þau tala um einhver vaxandi útgjöld en í rauninni er þetta lækkun á milli ár. Svo er bara flöt lína út næstu fimm ár. Þannig að það er engar innistæður fyrir því sem þau segja að þau séu að leggja fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í heild sinni á morgun. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að miðað við það að ríkisstjórnin sé í tilvistarkreppu annan hvern mánuð sé eðlilegt að vantraust sé lagt fram. „Við teljum eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni. Þau tóku krísufund fyrir tveimur mánuðum um útlendingamálin og svo þurfti að taka annan krísufund núna í kringum það að Bjarni Ben var réttur lykillinn að forsætisráðuneytinu. Þetta gengur ekki lengur. Það er ekki hægt að stjórna landi með fólki sem veit ekki einu sinni sjálft hvort það vill vera saman,“ sagði Andrés Ingi í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar rætt var við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu. Endurnýja þurfi umboðið áður en bankinn er seldur Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram frumvarp um sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún telur þá sölu ekki tímabæra. „Það þarf að vera traust á bak við svona sölu. Við vitum alveg hvernig þau skyldu síðustu sölu eftir sig. Þá var það fjármálaráðherra sem sagði af sér vegna vanhæfis. Sá sami einstaklingur er núna kominn í æðstu stöðu í þessari ríkisstjórn sem ætlar að halda áfram sölu á bankanum. Samfylkingin er ekki mótfallin því að þessi sala verði að lokum kláruð. En tímasetningin skiptir máli og við teljum rétt að ný ríkisstjórn einfaldlega endurnýi umboðið og þetta verði tekið aftur inn eftir næstu kosningar.“ Að hennar mati sé réttast að kosið verði strax í haust. Þenslan ekki hjá öryrkjunum Sigurður Ingi, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Hann sagði þenslu vera í samfélaginu og boðaði hægan útgjaldavöxt á næstu árum og engan niðurskurð. Kristrún segir skýrt koma fram í fjármálaáætluninni að ein stærsta breytan í aðhaldsaðgerðum á næsta ári sé að það eigi að fresta gildistöku nýrra laga um örorkulífeyrisþega, sem þýði að öryrkjar séu látnir bíða eftir betri kjörum til þess að fjármagna nýja kjarasamninga. Þegar formenn stjórnarflokkanna greindu frá endurnýjuðu stjórnarsambandi í Hörpu á dögunum sögðu þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að nýtt frumvarp Guðmundar Inga um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins yrði sett í forgang. Félagsmálaráðherra lagði frumvarpið fram á dögunum en nú á að fresta gildistöku væntanlegra laga, áður en umræða um það hefst. Kristrún hefði viljað sjá auknar álögur á efnafólk í stað þess að öryrkjar borgi brúsann.Vísir/Arnar „Við erum auðvitað mjög ánægð að mörgu leyti með þær tillögur sem koma inn í kjarasamninga en við vildum fá mótvægisaðgerðir á móti, pólitískar ákvarðanir. Við höfum nefnt þar auðlindaskatta og gjöld. Við höfum nefnt þar fjármagnstekjur og gjöld. Vegna þess að við vitum alveg að þar er þensla í samfélaginu, hún er ekki hjá öryrkjum. Svo má líka nefna að þarna er verið að seilast í hliðarsjóð, almennan varasjóð, sem eru í raun óhreyfðar fjárheimildir. Verið að lækka hann og kalla það aðhald. Þetta er ekkert annað en bókhaldsbrella, að mínu mati.“ Glansmyndir málaðar án innistæðu Andrés Ingi er ekki ánægður með boðaðar aðgerðir í loftslagsmálum í nýrri fjármálaáætlun. „Það er náttúrulega enn eitt dæmið um glansmynd sem þau mála, algerlega án innstæðu, í þessari áætlun. Þau tala um einhver vaxandi útgjöld en í rauninni er þetta lækkun á milli ár. Svo er bara flöt lína út næstu fimm ár. Þannig að það er engar innistæður fyrir því sem þau segja að þau séu að leggja fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira