Stjórnarmaður í RÚV segir opinber hlutafélög fé án hirðis Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 23:36 Ingvar Smári er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu. Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hlaut í dag endurkjör í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir stofnunina reyna að hámarka auglýsingatekjur og hasla sér völl á sem flestum miðlum. Það hafi mikil ruðningsáhrif á markaði í ljósi mikillar fjárhagslegrar meðgjafar Ríkisútvarpsins. Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47