Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 09:44 Úkraínumenn segjast hafa skotið sprengjuflugvélina niður í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18