Fé, fæða og fjármálaáætlun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 08:00 Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar