Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 10:11 „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram,“ segir Jón um Katrínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan . Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan .
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira