„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2024 12:21 Rúnar þjálfaði KR árum saman en skipti í Fram í vetur. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00. Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00.
Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn