Kristrún varar við kæruleysi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:51 Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um helgina á Laugabakka. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira