Æpandi vanþekking Hjálmar Jónsson skrifar 23. apríl 2024 12:01 Opið bréf til félagsmanna BÍ frá fyrrum framkvæmdastjóra Ég hlýt að þakka stjórn Blaðamannafélags Íslands fyrir að hafa sent svokallaða skýrslu KPMG til félagsmanna BÍ þannig að þeir geti kynnt sér þá aðför að æru minni sem þarna er á ferðinni beint og milliliðalaust.Ég fékk skýrsluna senda klukkan 16.49 á föstudaginn var, þann 19. apríl í tölvupósti frá formanni. Það er í fyrsta skipti sem ég sé skýrsluna. Hvorki hinn „óháði bókari" né heldur KPMG hafði samband við mig allan þann tíma sem þessi úttekt stóð yfir til að leita skýringa eða upplýsinga varðandi þær færslur sem þar eru til umfjöllunar. Það hefðu talist vera eðlileg vinnubrögð ef vilji hefði verið til sanngjarnrar málsmeðferðar. Hér á eftir fer ég yfir einstök atriði í skýrslu KPMG eftir því sem mér er unnt hafandi ekki aðgang að frumgögnum. Ég mun jafnframt óskað eftir því að bréf mitt verði varðveitt í bókum félagsins með skýrslu KPMG, sem tekur til tiltekinna bókhaldsliða yfir tíu ára tímabil, og að bréfið verði sent félagsmönnum á póstlista félagsins. Mikilvægt er að hafa í huga að skýrslan byggir ekki á sjálfstæðri athugun KPMG á bókhaldi BÍ heldur á samantekt svokallaðs óháðs bókara, sem hefur greinilega fengið fyrirmæli um að skoða bara sumt en ekki annað í bókhaldi félagsins og þá einkum það sem hægt væri að gera tortryggilegt. Það kemur fljótt í ljós að lítil sem engin þekking er á rekstri félagsins og hinum fjölbreyttu verkefnum þess. Það endurspeglast til að mynda í því að Blaðamannafélag Íslands er lítið félag sem hefur ekki efni á mikilli yfirbyggingu. Samt er því ætlað að vera í senn fagfélag og stéttarfélag. Framan af mínum starfstíma var ég einungis í hlutastarfi hjá félaginu og vann jafnframt sem blaðamaður. Skrifstofustjóri sem einnig var bókari var einnig í hlutastarfi. Ekki eru nema um tíu ár síðan að ákveðið var að vera með tvö starfsgildi hjá félaginu. Skýr aðgreining var alltaf milli starfa bókara og framkvæmdastjóra, en frekari aðgreining starfa hefði þurft að felast í því að skipta framkvæmdastjóra í tvennt eða þrennt eftir atvikum og kröfum 4400 staðalsins, sem KPMG vísar til! Heimildarlaus vínarbrauð Sama gildir um umfjöllun um föstudagsklúbbinn svokallaða, en það er félagsskapur eldri félagsmanna og lausamanna sem hittast vikulega á föstudögum í húsnæði BÍ nema yfir hásumarið. Þessi félagsskapur á sér rúmlega 20 ára sögu og á rætur sínar að rekja til fyrsta gjaldþrots DV árið 2003. Blaðamenn á DV byrjuðu að hittast á föstudögum í húsakynnum stéttarfélags síns og í áranna rás hefur þetta hlaðið utan á sig og orðið fastur punktur í lífi margra blaðamanna sem látið hafa af störfum. Moggamenn bættust í hópinn í kjölfar erfiðleikanna sem blaðið gekk í gegnum í aðdraganda og kjölfar hrunsins 2008, svo nefndir séu þeir tveir hópar sem borið hafa uppi starfsemina í gegnum tíðina. Í skýrslunni segir að samtals greiðslur vegna þessarar starfsemi nemi 7,6 milljónum króna á tíu ára tímabili og ekki hafi fundist „heimild frá stjórn“ fyrir þessum kostnaði og að „kostnaður vegna þessa tengist ekki beint starfsemi félagsins“?! Hvernig má það vera? Ef úttekt KPMG tekur til tíu ára og klúbburinn er tuttugu ára, hvernig er þá hægt að fullyrða að ráðstöfun þessara fjármuna hafi verið heimildarlaus? Þurfti að leita heimildar á hverju ári eða jafnvel í hverri viku eða í hvert sinn sem stjórnarmenn fengu sér kaffi og vínarbrauð á föstudögum þegar stjórn BÍ fundaði? Og var ég þá að ráðstafa fé BÍ heimildarlaust þegar ég fór í bakaríið og í Hagkaup hvernig einasta föstudagsmorgun, nema yfir hásumarið, í 20 ár? Þvílík forréttindi og glórulaus ráðstöfun fjármuna að hafa farið um það bil 800 sinnum á undanförnum 20 árum að kaupa veitingar fyrir föstudagsklúbbinn áður en vinnudagurinn hófst. Og án þess að nokkur hafi séð neitt athugavert við það þar til núna að menn vakna upp við vondan draum. Hvernig er hægt að halda því fram að kostnaður við þjónustu við eldri félagsmenn BÍ „tengist ekki beint starfsemi félagsins“? Það eru gjöld vegna starfa þeirra sem skapað hafa félagið og öll stéttarfélög sem ég þekki til og vilja standa undir nafni leggja metnað sinn í að sinna eldri félagsmönnum sínum vel. Þvíllíkt viðhorf til eldri félagsmanna, sem hafa staðið undir félaginu áratugum saman. En nú er breyting á og engin heimildalaus kaup lengur á vínarbrauðum fyrir föstudagskaffið, því auðvitað nennir enginn að sinna bakarís- og búðarferðum fyrir vinnutíma á föstudögum. Föstudagskaffið er því að leggjast af og ekki bara það heldur njóta lífeyrisþegar ekki lengur réttinda í sjóðum félagsins, að því er virðist. Sú ákvörðun virðist tekin fyrirvaralaust, með afturvirkum hætti og án umfjöllunar í stjórn félagsins. Kolólöglegt að öllu leyti. Þar til viðbótar á að svipta lífeyrisþega atkvæðisrétti í félaginu samkvæmt tillögu til lagabreytinga á aðalfundi félagsins og þannig svipta þá réttindum til þess að hafa áhrif í félaginu sínu og á ráðstöfun fjármuna þess. Akstur og sumarhúsarekstur Víkjum þá að frekari meintum ávirðingum mínum. Það er rangt að ég hafi greitt mér ökutækjastyrk umfram heimildir. Þvert á móti. Ég var með fastan ökutækjastyrk um 40 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs í þágu félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Annar akstur vegna þjónustu við fjögur orlofshús félagsins úti á landi var greiddur sérstaklega. Augljóslega. Ég gaf raunar oft helmingsafslátt af kílómetragjaldinu.Afhverju skyldi afslátturinn sem ég gaf félaginu, á réttmætri kröfu minni vegna aksturs og slits á bíl, ekki hafa verið tekin saman? Aldrei ráðlagði ég félagsmönnum mínum að gefa afslátt af réttmætum kröfum sínum vegna aksturs í þágu atvinnurekanda. Sama gildir um greiðslur til tengdra aðila. Þær eru tilkomnar vegna viðhalds og þrifa á orlofshúsum, sem ég sinnti sjálfur til að spara félaginu útgjöld. Þar þurfti að þrífa árlega að minnsta kosti og bera á palla og hús. Stundum þurfti ég aðstoð og þá var eðlilega eitthvað greitt fyrir hana. Reikningar vegna efniskaupa en ekki kaupa á þjónustu staðfesta þetta í bókhaldi BÍ, þar sem þetta er fært samviskusamlega. Útgjöld upp á 1,6 milljónir yfir tíu ára tímabil eru nánast hlægileg í þessu samhengi og kanski frekar efni til að skoða hvað ég sparaði félaginu mikil útgjöld með því að sinna þessum verkefnum sjálfur samhliða annasömu starfi á skrifstofu félagsins. Útgjöld vegna síma- og tölvukaupa sem gerð eru að umtalsefni eru nánast óskiljanleg. Hvernig má það vera að allar tölvur og símar sem keyptar hafa verið á tíu árum vegna starfsemi BÍ virðast vera skrifaðar á mig. Auðvitað var síma- og tölvubúnaður endurnýjaður með eðlilegum hætti á þessu tímabili, eins og áður, þegar nauðsynlegt var og búnaður keyptur fyrir nýja starfsmenn. Á hverjum og einum reikning er skráð fyrir hvern og til hvers viðkomandi búnaður var keyptur. Sú endurgreiðsla sem ég er skráður fyrir á þessu ári upp á 500 þúsund krónur er ekki endurgreiðsla heldur kaup á tölvubúnaði fullu verði sem félagið hafði látið mér í té til þess að ég gæti sinnt erindum félagsmanna heima fyrir og erlendis. Ég fékk greiddan fjölmiðlastyrk eins og aðrir blaðamenn samkvæmt kjarasamningum. Það var ekki um neina fyrirframgreiðslu að ræða, enda er ekkert í kjarasamningum sem segir fyrir um það hvernig og hvenær ársins þeir skuli greiddir. Ég á ekki að njóta minni réttinda en aðrir félagar í BÍ sem vinna samkvæmt kjarasamningum félagsins. Greidd ritlaun eru gerð að umtalsefni. Það var bara tveimur verkefnum útvistað í starfsemi BÍ, skrif um sögu BÍ og skrif á vef BÍ og ritstjórn Blaðamannsins. Öllum öðrum verkefnum sinnti ég, þ.á.m. verkefnum formanns um 11 ára skeið án þess að taka laun fyrir. Afhverju er ekki tekinn saman sparnaðurinn vegna þess í ellefu ár sem hleypur að minnsta kosti á tugum milljóna? Ritlaunin voru því miður skammarlega lág ef eitthvað var. Fyrirframgreidd laun eru einnig gerð að umtalsefni. Það kom fyrir að ég eins og aðrir þurfti á fyrirframgreiðslu launa að halda. Það jafnaði sig yfirleitt um næstu mánaðamót á eftir. Þetta er eðlileg fyrirgreiðsla atvinnurekanda við starfsmenn sína, sem markast meðal annars af því að núverandi formaður bað mig um að fyrirframgreiða laun. Ég varð að sjálfsögðu við því án athugasemda, enda ekki tiltökumál. Furðuleg umræða um úthlutanir úr sjóðum BÍ Það er alrangt að ekki hafi verið samþykki fyrir öllum greiðslum úr sjóðum félagsins. Allar greiðslur voru yfirfarnar af mér og skrifstofustjóra félagsins og greiddar í samræmi við reglugerð og starfsreglur sjóðanna. Hvers vegna í ósköpunum hefði ég átt að vera að greiða styrki til fólks sem ekki átti rétt á þeim? Sama gildir um útgjöld vegna sameignar og orlofshúsa. Það eru skýringar á hverri nótu, hvað var keypt og hvers vegna, og hægt um vik að yfirfara það í bókhaldi félagsins, þar sem hver einasta nóta og millifærslublað frá síðustu 50 árum er til í geymslum félagsins. Blaðamannafélag Íslands er lítið félag, eins og áður sagði, og það þurfti að gæta ítrustu útsjónarsemi til þess að byggja upp fjárhag félagsins og starfsemi þess að öðru leyti. Það hefur tekist með undraverðum hætti og ég er afskaplega stoltur af þeim árangri sem náðst hefur. Það hefur tekist þrátt fyrir að ekkert stéttarfélag sem ég þekki til geri jafnmikið fyrir félagsmenn sína og BÍ gerir Það hefur tekist með fórnfúsu starfi tuga ef ekki hundruða félagsmanna á liðnum áratugum, sem sjaldnast fengu nokkuð greitt fyrir vinnu sína. Því miður óttast ég að það sé liðin tíð og það muni halla á ógæfuhliðina. Nú þegar sinna tveir starfsmenn því starfi sem ég var einn að sinna á BÍ og alls óvíst að það dugi til. Annað er eftir því, eins og tugmilljóna herferð félagsins til að auglýsa ágæti blaðamennsku. Ég er þakklátur fyrir það traust sem félagar í BÍ hafa sýnt mér alla tíð. Ég hef reynt að sinna þessu starfi af trúfestu og ekki skarað eld að eigin köku. Ég hef reynt að vera tiltækur fyrir félagsmenn alltaf þegar þeir hafa þurft á mér og félaginu að halda og reynt að gera félagið þannig úr garði að það þjónaði hagsmunum og þörfum félagsmanna og gætti réttinda þeirra. Það er fremsta skylda stéttarfélaga. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til félagsmanna BÍ frá fyrrum framkvæmdastjóra Ég hlýt að þakka stjórn Blaðamannafélags Íslands fyrir að hafa sent svokallaða skýrslu KPMG til félagsmanna BÍ þannig að þeir geti kynnt sér þá aðför að æru minni sem þarna er á ferðinni beint og milliliðalaust.Ég fékk skýrsluna senda klukkan 16.49 á föstudaginn var, þann 19. apríl í tölvupósti frá formanni. Það er í fyrsta skipti sem ég sé skýrsluna. Hvorki hinn „óháði bókari" né heldur KPMG hafði samband við mig allan þann tíma sem þessi úttekt stóð yfir til að leita skýringa eða upplýsinga varðandi þær færslur sem þar eru til umfjöllunar. Það hefðu talist vera eðlileg vinnubrögð ef vilji hefði verið til sanngjarnrar málsmeðferðar. Hér á eftir fer ég yfir einstök atriði í skýrslu KPMG eftir því sem mér er unnt hafandi ekki aðgang að frumgögnum. Ég mun jafnframt óskað eftir því að bréf mitt verði varðveitt í bókum félagsins með skýrslu KPMG, sem tekur til tiltekinna bókhaldsliða yfir tíu ára tímabil, og að bréfið verði sent félagsmönnum á póstlista félagsins. Mikilvægt er að hafa í huga að skýrslan byggir ekki á sjálfstæðri athugun KPMG á bókhaldi BÍ heldur á samantekt svokallaðs óháðs bókara, sem hefur greinilega fengið fyrirmæli um að skoða bara sumt en ekki annað í bókhaldi félagsins og þá einkum það sem hægt væri að gera tortryggilegt. Það kemur fljótt í ljós að lítil sem engin þekking er á rekstri félagsins og hinum fjölbreyttu verkefnum þess. Það endurspeglast til að mynda í því að Blaðamannafélag Íslands er lítið félag sem hefur ekki efni á mikilli yfirbyggingu. Samt er því ætlað að vera í senn fagfélag og stéttarfélag. Framan af mínum starfstíma var ég einungis í hlutastarfi hjá félaginu og vann jafnframt sem blaðamaður. Skrifstofustjóri sem einnig var bókari var einnig í hlutastarfi. Ekki eru nema um tíu ár síðan að ákveðið var að vera með tvö starfsgildi hjá félaginu. Skýr aðgreining var alltaf milli starfa bókara og framkvæmdastjóra, en frekari aðgreining starfa hefði þurft að felast í því að skipta framkvæmdastjóra í tvennt eða þrennt eftir atvikum og kröfum 4400 staðalsins, sem KPMG vísar til! Heimildarlaus vínarbrauð Sama gildir um umfjöllun um föstudagsklúbbinn svokallaða, en það er félagsskapur eldri félagsmanna og lausamanna sem hittast vikulega á föstudögum í húsnæði BÍ nema yfir hásumarið. Þessi félagsskapur á sér rúmlega 20 ára sögu og á rætur sínar að rekja til fyrsta gjaldþrots DV árið 2003. Blaðamenn á DV byrjuðu að hittast á föstudögum í húsakynnum stéttarfélags síns og í áranna rás hefur þetta hlaðið utan á sig og orðið fastur punktur í lífi margra blaðamanna sem látið hafa af störfum. Moggamenn bættust í hópinn í kjölfar erfiðleikanna sem blaðið gekk í gegnum í aðdraganda og kjölfar hrunsins 2008, svo nefndir séu þeir tveir hópar sem borið hafa uppi starfsemina í gegnum tíðina. Í skýrslunni segir að samtals greiðslur vegna þessarar starfsemi nemi 7,6 milljónum króna á tíu ára tímabili og ekki hafi fundist „heimild frá stjórn“ fyrir þessum kostnaði og að „kostnaður vegna þessa tengist ekki beint starfsemi félagsins“?! Hvernig má það vera? Ef úttekt KPMG tekur til tíu ára og klúbburinn er tuttugu ára, hvernig er þá hægt að fullyrða að ráðstöfun þessara fjármuna hafi verið heimildarlaus? Þurfti að leita heimildar á hverju ári eða jafnvel í hverri viku eða í hvert sinn sem stjórnarmenn fengu sér kaffi og vínarbrauð á föstudögum þegar stjórn BÍ fundaði? Og var ég þá að ráðstafa fé BÍ heimildarlaust þegar ég fór í bakaríið og í Hagkaup hvernig einasta föstudagsmorgun, nema yfir hásumarið, í 20 ár? Þvílík forréttindi og glórulaus ráðstöfun fjármuna að hafa farið um það bil 800 sinnum á undanförnum 20 árum að kaupa veitingar fyrir föstudagsklúbbinn áður en vinnudagurinn hófst. Og án þess að nokkur hafi séð neitt athugavert við það þar til núna að menn vakna upp við vondan draum. Hvernig er hægt að halda því fram að kostnaður við þjónustu við eldri félagsmenn BÍ „tengist ekki beint starfsemi félagsins“? Það eru gjöld vegna starfa þeirra sem skapað hafa félagið og öll stéttarfélög sem ég þekki til og vilja standa undir nafni leggja metnað sinn í að sinna eldri félagsmönnum sínum vel. Þvíllíkt viðhorf til eldri félagsmanna, sem hafa staðið undir félaginu áratugum saman. En nú er breyting á og engin heimildalaus kaup lengur á vínarbrauðum fyrir föstudagskaffið, því auðvitað nennir enginn að sinna bakarís- og búðarferðum fyrir vinnutíma á föstudögum. Föstudagskaffið er því að leggjast af og ekki bara það heldur njóta lífeyrisþegar ekki lengur réttinda í sjóðum félagsins, að því er virðist. Sú ákvörðun virðist tekin fyrirvaralaust, með afturvirkum hætti og án umfjöllunar í stjórn félagsins. Kolólöglegt að öllu leyti. Þar til viðbótar á að svipta lífeyrisþega atkvæðisrétti í félaginu samkvæmt tillögu til lagabreytinga á aðalfundi félagsins og þannig svipta þá réttindum til þess að hafa áhrif í félaginu sínu og á ráðstöfun fjármuna þess. Akstur og sumarhúsarekstur Víkjum þá að frekari meintum ávirðingum mínum. Það er rangt að ég hafi greitt mér ökutækjastyrk umfram heimildir. Þvert á móti. Ég var með fastan ökutækjastyrk um 40 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs í þágu félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Annar akstur vegna þjónustu við fjögur orlofshús félagsins úti á landi var greiddur sérstaklega. Augljóslega. Ég gaf raunar oft helmingsafslátt af kílómetragjaldinu.Afhverju skyldi afslátturinn sem ég gaf félaginu, á réttmætri kröfu minni vegna aksturs og slits á bíl, ekki hafa verið tekin saman? Aldrei ráðlagði ég félagsmönnum mínum að gefa afslátt af réttmætum kröfum sínum vegna aksturs í þágu atvinnurekanda. Sama gildir um greiðslur til tengdra aðila. Þær eru tilkomnar vegna viðhalds og þrifa á orlofshúsum, sem ég sinnti sjálfur til að spara félaginu útgjöld. Þar þurfti að þrífa árlega að minnsta kosti og bera á palla og hús. Stundum þurfti ég aðstoð og þá var eðlilega eitthvað greitt fyrir hana. Reikningar vegna efniskaupa en ekki kaupa á þjónustu staðfesta þetta í bókhaldi BÍ, þar sem þetta er fært samviskusamlega. Útgjöld upp á 1,6 milljónir yfir tíu ára tímabil eru nánast hlægileg í þessu samhengi og kanski frekar efni til að skoða hvað ég sparaði félaginu mikil útgjöld með því að sinna þessum verkefnum sjálfur samhliða annasömu starfi á skrifstofu félagsins. Útgjöld vegna síma- og tölvukaupa sem gerð eru að umtalsefni eru nánast óskiljanleg. Hvernig má það vera að allar tölvur og símar sem keyptar hafa verið á tíu árum vegna starfsemi BÍ virðast vera skrifaðar á mig. Auðvitað var síma- og tölvubúnaður endurnýjaður með eðlilegum hætti á þessu tímabili, eins og áður, þegar nauðsynlegt var og búnaður keyptur fyrir nýja starfsmenn. Á hverjum og einum reikning er skráð fyrir hvern og til hvers viðkomandi búnaður var keyptur. Sú endurgreiðsla sem ég er skráður fyrir á þessu ári upp á 500 þúsund krónur er ekki endurgreiðsla heldur kaup á tölvubúnaði fullu verði sem félagið hafði látið mér í té til þess að ég gæti sinnt erindum félagsmanna heima fyrir og erlendis. Ég fékk greiddan fjölmiðlastyrk eins og aðrir blaðamenn samkvæmt kjarasamningum. Það var ekki um neina fyrirframgreiðslu að ræða, enda er ekkert í kjarasamningum sem segir fyrir um það hvernig og hvenær ársins þeir skuli greiddir. Ég á ekki að njóta minni réttinda en aðrir félagar í BÍ sem vinna samkvæmt kjarasamningum félagsins. Greidd ritlaun eru gerð að umtalsefni. Það var bara tveimur verkefnum útvistað í starfsemi BÍ, skrif um sögu BÍ og skrif á vef BÍ og ritstjórn Blaðamannsins. Öllum öðrum verkefnum sinnti ég, þ.á.m. verkefnum formanns um 11 ára skeið án þess að taka laun fyrir. Afhverju er ekki tekinn saman sparnaðurinn vegna þess í ellefu ár sem hleypur að minnsta kosti á tugum milljóna? Ritlaunin voru því miður skammarlega lág ef eitthvað var. Fyrirframgreidd laun eru einnig gerð að umtalsefni. Það kom fyrir að ég eins og aðrir þurfti á fyrirframgreiðslu launa að halda. Það jafnaði sig yfirleitt um næstu mánaðamót á eftir. Þetta er eðlileg fyrirgreiðsla atvinnurekanda við starfsmenn sína, sem markast meðal annars af því að núverandi formaður bað mig um að fyrirframgreiða laun. Ég varð að sjálfsögðu við því án athugasemda, enda ekki tiltökumál. Furðuleg umræða um úthlutanir úr sjóðum BÍ Það er alrangt að ekki hafi verið samþykki fyrir öllum greiðslum úr sjóðum félagsins. Allar greiðslur voru yfirfarnar af mér og skrifstofustjóra félagsins og greiddar í samræmi við reglugerð og starfsreglur sjóðanna. Hvers vegna í ósköpunum hefði ég átt að vera að greiða styrki til fólks sem ekki átti rétt á þeim? Sama gildir um útgjöld vegna sameignar og orlofshúsa. Það eru skýringar á hverri nótu, hvað var keypt og hvers vegna, og hægt um vik að yfirfara það í bókhaldi félagsins, þar sem hver einasta nóta og millifærslublað frá síðustu 50 árum er til í geymslum félagsins. Blaðamannafélag Íslands er lítið félag, eins og áður sagði, og það þurfti að gæta ítrustu útsjónarsemi til þess að byggja upp fjárhag félagsins og starfsemi þess að öðru leyti. Það hefur tekist með undraverðum hætti og ég er afskaplega stoltur af þeim árangri sem náðst hefur. Það hefur tekist þrátt fyrir að ekkert stéttarfélag sem ég þekki til geri jafnmikið fyrir félagsmenn sína og BÍ gerir Það hefur tekist með fórnfúsu starfi tuga ef ekki hundruða félagsmanna á liðnum áratugum, sem sjaldnast fengu nokkuð greitt fyrir vinnu sína. Því miður óttast ég að það sé liðin tíð og það muni halla á ógæfuhliðina. Nú þegar sinna tveir starfsmenn því starfi sem ég var einn að sinna á BÍ og alls óvíst að það dugi til. Annað er eftir því, eins og tugmilljóna herferð félagsins til að auglýsa ágæti blaðamennsku. Ég er þakklátur fyrir það traust sem félagar í BÍ hafa sýnt mér alla tíð. Ég hef reynt að sinna þessu starfi af trúfestu og ekki skarað eld að eigin köku. Ég hef reynt að vera tiltækur fyrir félagsmenn alltaf þegar þeir hafa þurft á mér og félaginu að halda og reynt að gera félagið þannig úr garði að það þjónaði hagsmunum og þörfum félagsmanna og gætti réttinda þeirra. Það er fremsta skylda stéttarfélaga. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar