Mannréttindi sama hvað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mannréttindi Alþingi Píratar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun