„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald í gær vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni. Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni.
Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41