Af hverju að gera rekstraráætlun? Karl Sólnes Jónsson skrifar 23. apríl 2024 13:00 Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun