Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 10:00 Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, segir ummæli Brynjars Karls lítillækkandi fyrir hans leikmenn. Vísir/Samsett Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. „Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári. KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári.
KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00