Bikarmeistararnir örugglega áfram eftir smá hikst Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2024 17:10 Víkingar byrja tímabilið af krafti. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla kl. 15:00 í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings tryggðu sig örugglega áfram en D-deildar lið Víðis komst í 0-1 í upphafi leiks með ótrúlegu marki. David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira