Þetta segir Alexander G. Eðvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, en vinnuvélin var í eigu fyrirtækisins. Hann segir að búið hafi verið að rústa stjórntækjum, brjóta rúður og vinna miklar skemmdir á stýrishúsi vinnuvélarinnar.
„Manni finnst þetta alveg ömurlegt. Við sáum mótorhjólaför á svæðinu svo við teljum ljóst að þetta hafi ekki verið krakkar heldur fullorðnir. Það er óskiljanlegt að menn skuli leggjast svona lágt. Þessi skemmdarfýsn og óvirðing fyrir eigum annarra. Við erum í nettu áfelli yfir þessu,“ segir Alexander.
Hann segir ljóst að skipta þurfi um stjórntæki, rúður og ýmislegt. Um sé að ræða rúmlega tveggja ára gamla Liebherr langarma vinnuvél sem metin sé á milli fjörutíu og fimmtíu milljónir króna.
Alexander segir að býið sé að tilkynna málið bæði til lögreglu og tryggingafélags.


