„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:31 Einn þekktasti kosningasmali landsins er genginn til liðs við Katrínu Jakobsdóttur. Friðjón er einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er það skoðun margra að þetta staðfesti illan grun um allsherjar samkrull milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. vísir/frosti/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum. Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira