Hvað varð um samveruna? Hildur Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:32 Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Danmörk Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun