Ten Hag segir sitt lið þróttmikið og eitt af þeim skemmtilegri í deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 07:00 Ten Hag og Kobbie Mainoo í leik gærdagsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli sínum Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í gær, laugardag. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, fór ekki beint í frasabókina eftir leik en viðtal hans hefur þó vakið talsverða athygli. „Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
„Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira