Fowler hjálpaði Man City að styrkja stöðu sína á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 19:50 Mary Fowler fagnar einu af tveimur mörkum sínum í dag. Ryan Hiscott/Getty Images Kvennalið Manchester City er nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Englandsmeistarar Chelsea eru sex stigum á eftir toppliðinu og eiga tvo leiki til góða þegar skammt er til loka tímabilsins. Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira