Fyrstir áfram en þjálfarinn meiddist alvarlega þegar leikmaður hans lenti á honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 07:31 Chris Finch reyndi að forðast högg frá Mike Conley eftir að Devin Booker hafði ýtt Conley í átt að þjálfaranum, sem meiddist illa í hné. AP/Ross D. Franklin Minnesota Timberwolves urðu í gærkvöld fyrstir til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Risaframmistaða Devin Booker dugði Phoenix Suns ekki. Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor. NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor.
NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00