Ákærður fyrir að slá barn sitt með blautu handklæði Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:36 Gjert Ingebrigtsen er pabbi eins allra besta hlaupara heims í dag, Jakobs Ingebrigtsen, sem síðasta haust greindi frá ofbeldi föður síns. EPA/Getty Á meðan að norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen býr sig undir að verja ólympíumeistaratitil sinn í 1.500 metra hlaupi í sumar hefur pabbi hans, Gjert Ingebrigtsen, verið ákærður fyrir ofbeldi gegn einu barna sinna. Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira
Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira