Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Feðgarnir Fernando og Þórólfur. Vísir Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira