Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 29. apríl 2024 14:00 Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Borgarbyggð Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun