Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 11:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur brugðist við gagnrýni og óánægju með ótímabundin rekstrarleyfi í frumvarpi hennar um lagareldi. Stöð 2/Einar Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13