Fallið frá ráðningarferli og Hermann fylgir Sigurði Inga Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 19:33 Hermann Sæmundsson var ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu en fylgir Sigurði Inga Jóhannssyni yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytið og tekur við sem ráðuneytisstjóri þess. Stjórnarráðið Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Staðan var auglýst þann 19. febrúar og bárust átta umsóknir um stöðuna. Þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð til undirbúnings skipunar í embættið í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Með flutningi Hermanns hefur ráðherra fallið frá því ráðningarferli og nýtt sér heimild 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að flytja annan embættismann í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hermann tekur við stöðunni frá og með 1. maí 2024. Embættismaður hokinn af reynslu Hermann hefur 28 ára reynslu af því að starfa í Stjórnarráðinu. Hann réðist fyrst til starfa í október 1996 sem sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í félagsmálaráðuneytinu og var skipaður í embætti skrifstofustjóra í sama ráðuneyti árið 2002. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað sem ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 2002 til 2004 og sem fulltrúi tveggja ráðuneyta í sendiráði Íslands í Brüssel frá 2004 og 2008. Hann hefur einnig starfað sem skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Hermann var skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu í maí 2023. Hermann er fæddur árið 1965, tók stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra 1986, lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá Háskólanum í Árósum árið 1996 í stjórnsýslu- og stjórnmálafræði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Staðan var auglýst þann 19. febrúar og bárust átta umsóknir um stöðuna. Þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð til undirbúnings skipunar í embættið í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Með flutningi Hermanns hefur ráðherra fallið frá því ráðningarferli og nýtt sér heimild 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að flytja annan embættismann í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hermann tekur við stöðunni frá og með 1. maí 2024. Embættismaður hokinn af reynslu Hermann hefur 28 ára reynslu af því að starfa í Stjórnarráðinu. Hann réðist fyrst til starfa í október 1996 sem sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í félagsmálaráðuneytinu og var skipaður í embætti skrifstofustjóra í sama ráðuneyti árið 2002. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað sem ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 2002 til 2004 og sem fulltrúi tveggja ráðuneyta í sendiráði Íslands í Brüssel frá 2004 og 2008. Hann hefur einnig starfað sem skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Hermann var skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu í maí 2023. Hermann er fæddur árið 1965, tók stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra 1986, lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá Háskólanum í Árósum árið 1996 í stjórnsýslu- og stjórnmálafræði.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira