Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 09:32 Tyrese Maxey tryggði Philadelphia 76ers framlengingu gegn New York Knicks með ótrúlegum endaspretti. getty/Elsa Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt. Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024 NBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024
NBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti