Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 09:32 Tyrese Maxey tryggði Philadelphia 76ers framlengingu gegn New York Knicks með ótrúlegum endaspretti. getty/Elsa Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt. Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024 NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024
NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira