Sólirnar frá Phoenix eru komnar í sumarfrí eftir að sprækt lið Minnesota Timberwolves sópaði þeim úr leik í úrslitakeppni vesturhluta NBA-deildarinnar. New York er á sama tíma 3-2 yfir í einvígi sínu gegn Philadelphia 76ers.
Knicks er þegar farið að horfa til framtíðar og er sagt vera tilbúið að gera nærri hvað sem er til að gera Booker og stórstjörnu liðsins, Jalen Brunson, að liðsfélögum á næsta ári. Fyrr á þessari leiktíð fór liðið í stórar breytingar til að fá OG Anunoby til liðs við sig frá Toronto Raptors.
The New York Knicks are reportedly ‘willing to offer almost anything’ to pair Devin Booker with Jalen Brunson, per @GeraldBourguet
— NBACentral (@TheDunkCentral) May 1, 2024
“He and Jalen Brunson would form an electrifying, high-scoring backcourt for one the NBA’s most pleasant surprises, and according to a source, New… pic.twitter.com/hm1USjyMID
Hvort Knicks sé tilbúið að láta OG eða Julius Randle, sem er ekki með liðinu um þessar mundir vegna meiðsla, af hendi á eftir að koma í ljós en það er ljóst að Phoenix lætur hinn 27 ára gamla Booker ekki fara ódýrt. Verði af vistaskiptunum verða þau án efa með stærstu NBA-fréttum sumarsins.