Vonar að mamma horfi loksins á hann Valur Páll Eiríksson skrifar 2. maí 2024 14:01 Jak Jones er 44. á heimslista en er kominn í undanúrslit á HM. Getty Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramótinu í snóker í gær og söguleg undanúrslit fram undan. Stórstjörnurnar Ronnie O‘Sullivan og Judd Trump féllu báðir úr leik fyrir andstæðingum sem eru töluvert lægra skrifaðir. Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2. Snóker Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2.
Snóker Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira