Þetta staðfestir Friðrik í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka við góðu búi í Varsjá af forvera sínum Hannesi Heimissyni. Hannes varð fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi þegar sendiráði var komið á laggirnar þar í desember árið 2022.
Friðrik hefur áratugareynslu af utanríkismálum og hefur starfað sem sendifulltrúi á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna í utanríkisráðuneytinu síðan hann lét af störfum hjá BHM síðasta vor.
Úkraína heyrir undir sendiráðið
Friðrik segir bæði hann og fjölskyldu hans spennta fyrir flutningum til Póllands. „Þetta leggst mjög vel í okkur, enda er Pólland stórkostlegt land.
Fyrirsvar vegna Úkraínu heyri meðal annars undir sendiráðið og því taki hann við spennandi starfi á áhugaverðum tímum. Hann hafi einkum sinnt málefnum Úkraínu hjá utanríkisráðuneytinu undanfarið.