„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:43 Maverics derhúfan (ekki þessi þó) er núna 3-0 Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira