Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2024 06:35 Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta á árinu. Getty Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira