Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2024 06:35 Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta á árinu. Getty Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira