Einar fékk að líta rauða spjaldið í leiknum er tíu mínútur voru eftir. Þá gaf eftirlitsdómari merki um leikhlé sem Einar var ekki sáttur við.
Það endaði með því að Einar henti leikhlésspjaldinu sínu upp í loftið og fékk fyrir það að líta beint rautt spjald.
Það sauð enn á Einari eftir leikinn og hann hellti sér þá yfir báða eftirlitsdómarana í leiknum sem og annan dómara leiksins.
Þjálfarinn var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna „mjög ódrengilegrar hegðunar“ en gæti fengið lengra bann.
„Er það mat aganefndar, með vísan til skýrslu dómara, að brotið kunni að verðskulda lengra bann en 1 leik. Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður strax í eins leiks bann en málinu að öðru leiti frestað um sólarhring til að gefa félaginu færi á að skila athugasemdum sínum til skrifstofu HSÍ fyrir kl.12.00, föstudaginn 03. maí með tilvísun í 3.gr ofangreindar reglugerðar,“ segir meðal annars í dómi eftirlitsnefndar.
Sjá má viðskipti Einars og dómarana hér að neðan. Myndirnar koma frá Handboltapassanum.