Girona í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu og tryggði Real í leiðinni titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 19:16 Leikmenn Girona fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag. Pedro Salado/Getty Images Girona mun leika í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti á næstu leiktíð en það varð ljóst eftir 4-2 sigur liðsins á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, nú í kvöld. Þar með er ljóst að Börsungar geta ekki náð Real Madríd á toppi deildarinnar og Real því orðið meistari. Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira