„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 22:45 Pep er að reyna vinna fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag. „Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
„Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira