Enginn náð í fleiri stig en McKenna síðan hann tók við Ipswich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 23:31 McKenna fagnar eftir að úrvalsdeildarsætið var í höfn. Stephen Pond/Getty Images Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich. Hinn 37 ára McKenna starfaði fyrir yngri lið Tottenham Hotspur áður en hann færði sig til Manchester United árið 2016. Hann starfaði fyrst um sinn fyrir yngri lið félagsins en var hluti af þjálfarateymi aðalliðsins áður en hann færði sig til Ipswich árið 2021. Hann tók við liðinu þegar það var á slæmum stað í C-deildinni en uppgangur þess hefur verið lyginni líkastur. Í dag, laugardag, tryggði liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2024-25. Þar hefur Ipswich ekki verið síðan árið 2002. Ætla má að McKenna sé í guðatölu hjá stuðningsfólki Ipswich Town en um er að ræða fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Er hann eini þjálfarinn í sögu Englands sem hefur farið upp úr ensku C- og B-deildunum á fyrstu tveimur tímabilunum sem þjálfari. Ekki nóg með það heldur hefur Ipswich alls nælt í 236 stig síðan McKenna tók við. Ekkert lið á Englandi hefur nælt í jafn mörg stig á þeim tíma. Manchester City hefur á sama tíma náð í 220 stig og Arsenal, undir stjórn Mikel Arteta, hefur náð í 204 stig. Kieran McKenna becomes the first manager to win consecutive promotions from the English third tier to the first, in their first two full seasons as a head coach. He has also won the most points in England's top four divisions since becoming Ipswich manager... 🚜💙#ITFC pic.twitter.com/Ma2uhCReeR— The Coaches' Voice (@CoachesVoice) May 4, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Hinn 37 ára McKenna starfaði fyrir yngri lið Tottenham Hotspur áður en hann færði sig til Manchester United árið 2016. Hann starfaði fyrst um sinn fyrir yngri lið félagsins en var hluti af þjálfarateymi aðalliðsins áður en hann færði sig til Ipswich árið 2021. Hann tók við liðinu þegar það var á slæmum stað í C-deildinni en uppgangur þess hefur verið lyginni líkastur. Í dag, laugardag, tryggði liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2024-25. Þar hefur Ipswich ekki verið síðan árið 2002. Ætla má að McKenna sé í guðatölu hjá stuðningsfólki Ipswich Town en um er að ræða fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Er hann eini þjálfarinn í sögu Englands sem hefur farið upp úr ensku C- og B-deildunum á fyrstu tveimur tímabilunum sem þjálfari. Ekki nóg með það heldur hefur Ipswich alls nælt í 236 stig síðan McKenna tók við. Ekkert lið á Englandi hefur nælt í jafn mörg stig á þeim tíma. Manchester City hefur á sama tíma náð í 220 stig og Arsenal, undir stjórn Mikel Arteta, hefur náð í 204 stig. Kieran McKenna becomes the first manager to win consecutive promotions from the English third tier to the first, in their first two full seasons as a head coach. He has also won the most points in England's top four divisions since becoming Ipswich manager... 🚜💙#ITFC pic.twitter.com/Ma2uhCReeR— The Coaches' Voice (@CoachesVoice) May 4, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira