„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 23:16 Pétur fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. „Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
„Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga