Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2024 23:46 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/samsett mynd Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. „Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni” er fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi Haraldar, vulkan.blog, þar sem rifjuð er upp spá sem þeir birtu þann 14. mars síðastliðinn undir titlinum „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík”. Þar vöktu þeir athygli á því að gögn Veðurstofunnar sýndu að kvikuflæði hefði stöðugt minnkað og settu fram þá kenningu að innstreymi kvikunnar fylgdi línulegri þróun. „Þessi viðleitni okkar að beita áreiðanlegum gögnum um kvikuflæði til að spá um goslok vakti ýmsa umræðu sem var yfirleitt jákvæð, að undanskildum viðbrögðum fulltrúa Almannavarna, sem lýsti framlagi okkar sem „tölfræðileik” (Mbl. 18. mars, 2024). Þessi ummæli benda til þess að Almannavarnir skilji því miður ekki frumgögnin, sem er reyndar töluvert áhyggjuefni,” segir í nýja pistlinum. „Nú hefur Veðurstofa Íslands birt nýjar tölur um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni, þær fyrstu síðan hinn 11. mars 2024,” segir ennfremur og er vísað í skýringarmynd sem sýni kvikuflæði fyrir þá sjö atburði sem hafi gerst til þessa og flestir leitt til eldgosa. Atburðirnir sjö í umbrotahrinunni á Sundhnúksgígaröðinni frá því í október. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofa Íslands „Okkur varð strax ljóst að það er kerfisbundin breyting á kvikurennsli í þessum sjö tilfellum, þannig að það dregur stöðugt úr kvikurennsli. Þess vegna sýnum við gögnin í línuriti af kvikurennsli á móti tíma. Þar mynda þessi sjö tilfelli ferli sem stefnir niður á lárétta ásinn og gefa okkur þá grundvöll til að setja fram spá um goslok í byrjun júlí 2024. Nýjustu gögn styðja því við fyrri spá okkar um framtíð og lok virkni í Sundhnúksgígaröðinni.” Skýringarmynd sem birtist með greininni sýnir hvernig dregið hefur úr kvikuinnstreymi.vulkan.blog Í lok pistilsins eru umbrotin við Grindavík borin saman við Kröfluelda. „Töluverð umræða hefur verið í gangi varðandi ástand og framvindu mála í þessu gosi og sýnist sitt hvorum um framhaldið. Það er tiltækast að bera þessa virkni saman við Kröfluelda, sem er svipað sprungugos og virkni þess mjög vel skráð. Eitt athyglisvert varðandi Kröflu er að þegar hún hætti að gjósa var staða landriss há og hélt áfram að rísa um tíma. Það er því ekki ólíklegt að Sundhnúksgígaröðin hagi sér eins.” Birt er línurit sem sýnir hreyfingu á gps-stöð í Svartsengi þessa viku. „Það er ljóst að hér er enn landris í gangi. En það er hugsanlegt að, eins og í Kröflu, haldi landris áfram að vissu marki eftir gos, án þess að nýtt gos brjótist fram,” segir í lok greinarinnar á eldfjallabloggi Haraldar. Í nýrri færslu Haraldar Sigurðssonar á eldfjallabloggi sínu undir fyrirsögninni Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok tekur hann fram að færsla sín á blogginu frá því deginum á undan sé eingöngu hans skoðun og óháð skoðunum Gríms Björnssonar. Haraldur bætir ennfremur við að gögn um meðalhraunflæði frá gígnum og um að landris í Svartsengi haldi áfram á sama hraða bendi til að um það bil helmingur af kvikunni, sem sé að koma af dýpi, sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur sé að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Frétt Stöðvar 2 frá því í marsmánuði um spá þeirra Haraldar og Gríms má sjá hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Vísindi Tengdar fréttir Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. 17. mars 2024 19:48 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Stutt í næsta gos komi til gosloka Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. 1. maí 2024 22:01 Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkustundum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur klukkustundaspursmál í minnsta lagi og dagaspursmál í mesta lagi í að það fari að draga til tíðinda vegna kvikusöfnunnar undir Svartsengi. 30. apríl 2024 19:59 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni” er fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi Haraldar, vulkan.blog, þar sem rifjuð er upp spá sem þeir birtu þann 14. mars síðastliðinn undir titlinum „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík”. Þar vöktu þeir athygli á því að gögn Veðurstofunnar sýndu að kvikuflæði hefði stöðugt minnkað og settu fram þá kenningu að innstreymi kvikunnar fylgdi línulegri þróun. „Þessi viðleitni okkar að beita áreiðanlegum gögnum um kvikuflæði til að spá um goslok vakti ýmsa umræðu sem var yfirleitt jákvæð, að undanskildum viðbrögðum fulltrúa Almannavarna, sem lýsti framlagi okkar sem „tölfræðileik” (Mbl. 18. mars, 2024). Þessi ummæli benda til þess að Almannavarnir skilji því miður ekki frumgögnin, sem er reyndar töluvert áhyggjuefni,” segir í nýja pistlinum. „Nú hefur Veðurstofa Íslands birt nýjar tölur um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni, þær fyrstu síðan hinn 11. mars 2024,” segir ennfremur og er vísað í skýringarmynd sem sýni kvikuflæði fyrir þá sjö atburði sem hafi gerst til þessa og flestir leitt til eldgosa. Atburðirnir sjö í umbrotahrinunni á Sundhnúksgígaröðinni frá því í október. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofa Íslands „Okkur varð strax ljóst að það er kerfisbundin breyting á kvikurennsli í þessum sjö tilfellum, þannig að það dregur stöðugt úr kvikurennsli. Þess vegna sýnum við gögnin í línuriti af kvikurennsli á móti tíma. Þar mynda þessi sjö tilfelli ferli sem stefnir niður á lárétta ásinn og gefa okkur þá grundvöll til að setja fram spá um goslok í byrjun júlí 2024. Nýjustu gögn styðja því við fyrri spá okkar um framtíð og lok virkni í Sundhnúksgígaröðinni.” Skýringarmynd sem birtist með greininni sýnir hvernig dregið hefur úr kvikuinnstreymi.vulkan.blog Í lok pistilsins eru umbrotin við Grindavík borin saman við Kröfluelda. „Töluverð umræða hefur verið í gangi varðandi ástand og framvindu mála í þessu gosi og sýnist sitt hvorum um framhaldið. Það er tiltækast að bera þessa virkni saman við Kröfluelda, sem er svipað sprungugos og virkni þess mjög vel skráð. Eitt athyglisvert varðandi Kröflu er að þegar hún hætti að gjósa var staða landriss há og hélt áfram að rísa um tíma. Það er því ekki ólíklegt að Sundhnúksgígaröðin hagi sér eins.” Birt er línurit sem sýnir hreyfingu á gps-stöð í Svartsengi þessa viku. „Það er ljóst að hér er enn landris í gangi. En það er hugsanlegt að, eins og í Kröflu, haldi landris áfram að vissu marki eftir gos, án þess að nýtt gos brjótist fram,” segir í lok greinarinnar á eldfjallabloggi Haraldar. Í nýrri færslu Haraldar Sigurðssonar á eldfjallabloggi sínu undir fyrirsögninni Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok tekur hann fram að færsla sín á blogginu frá því deginum á undan sé eingöngu hans skoðun og óháð skoðunum Gríms Björnssonar. Haraldur bætir ennfremur við að gögn um meðalhraunflæði frá gígnum og um að landris í Svartsengi haldi áfram á sama hraða bendi til að um það bil helmingur af kvikunni, sem sé að koma af dýpi, sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur sé að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Frétt Stöðvar 2 frá því í marsmánuði um spá þeirra Haraldar og Gríms má sjá hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Vísindi Tengdar fréttir Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. 17. mars 2024 19:48 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Stutt í næsta gos komi til gosloka Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. 1. maí 2024 22:01 Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkustundum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur klukkustundaspursmál í minnsta lagi og dagaspursmál í mesta lagi í að það fari að draga til tíðinda vegna kvikusöfnunnar undir Svartsengi. 30. apríl 2024 19:59 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24
Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. 17. mars 2024 19:48
Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39
Stutt í næsta gos komi til gosloka Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. 1. maí 2024 22:01
Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkustundum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur klukkustundaspursmál í minnsta lagi og dagaspursmál í mesta lagi í að það fari að draga til tíðinda vegna kvikusöfnunnar undir Svartsengi. 30. apríl 2024 19:59