NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 08:31 Anthony Edwards var frábær í sigri Minnesota Timberwolves í nótt alveg eins og hann hefur verið í síðustu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Getty/Matthew Stockman Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024 NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira