Skipulagsmál og uppbygging í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 5. maí 2024 09:31 Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skipulag Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun