Frestun verkfalla kemur til greina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 11:12 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segist fara bjartsýnn á fund ríkissáttasemjara sem hefst klukkan 12. Vísir/Ívar Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“ Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02