Manstu ekki eftir mér Sævar Helgi Lárusson skrifar 6. maí 2024 07:01 Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar