Melissa Reddy á Sky Sports greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Ten Hag hefur átt misjöfnu gengi að fagna sem stjóri Manchester United og eru skiptar skoðanir um kauða á meðal stuðningsmanna félagsins.
Hann er þrátt fyrir það á lista hjá Bayern München sem þurfa að endurskoða leit sína að knattspyrnustjóra eftir höfnun Þjóðverjans Ralf Rangnick, sem félagið vildi fá í starfið. Áður hafði Spánverjinn Xabi Alonso sagt nei við þýska stórveldið.
Bayern Munich have registered interest in Erik ten Hag as a possible successor to Thomas Tuchel. He is focused on finishing the season strongly with Manchester United and doesn't want any distractions.
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) May 5, 2024
No formal talks have taken place with EtH himself (his wishes) but he has…
Ten Hag er sagður einbeittur á að klára yfirstandandi leiktíð áður en hann skoðar næstu skref. Manchester United á fyrir höndum bikarúrslitaleik í lok mánaðarins.
Hann hefur áður starfað hjá Bayern en hann var þjálfari varaliðs félagsins frá 2013 til 2015. Í kjölfarið tók hann við Utrecht í heimalandinu og gerði svo góða hluti með Ajax frá 2017 til ársins 2022 þegar hann fluttist til Manchester.
Manchester United situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en getur stokkið upp í það sjötta, sigri liðið Crystal Palace í kvöld.