Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 19:30 Van Dijk elskar Liverpool og vill vera áfram hjá félaginu. Joe Prior/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sjá meira