Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 07:30 Andrew Nembhard reynir að komast framhjá vörn Donte DiVincenzo á meðan að Jalen Brunson kemst áfram með boltann en hann skoraði 43 stig í gærkvöld. AP/Frank Franklin II New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki. NBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti