Já, Katrín Hjálmar Sveinsson skrifar 7. maí 2024 11:00 Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar