„Dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur með meðferðina á Lautier. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við súrt eins stigs tap, 68-67, gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld en úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var ekki sáttur við dómgæsluna undir lokin. „Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
„Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum