Að rækta garðinn sinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 8. maí 2024 08:31 Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun