Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 10:57 Dekkið skoppaði ansi hátt upp á svalirnar. Vísir Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess. Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í. Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í.
Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent