„Það er stórmót í húfi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 14:01 Viggó Kristjánsson spilar sem atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Vísir/Arnar Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn