Skyldusigur í kvöld: „Þurfum að koma okkur inn á HM“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 15:31 Janus Daði Smárason er klár í slaginn gegn Eistlandi í kvöld. Vísir/Arnar Janus Daði Smárason segir leikinn við Eistland í kvöld skyldusigur og er staðráðinn í að komast með Íslandi inn á næsta heimsmeistaramót í handbolta. „Við hlökkum til að spila í Höllinni,“ segir Janus sem verður á ferðinni í Laugardalshöll í kvöld þegar fyrri leikurinn við Eistland fer fram. Seinni leikurinn verður svo ytra á laugardaginn þar sem önnur þjóðanna mun fagna HM-sæti. Janus hefur haft í nógu að snúast með Magdeburg í Þýskalandi í vetur en liðið er á toppi þýsku deildarinnar og komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, eftir háspennueinvígi við Kielce sem endaði í vítakeppni. Þá varð Janus þýskur bikarmeistari í síðasta mánuði. Hann segir leikjaálagið hjálpa nú þegar kemur að einvíginu við Eistland. „Það er nóg að gera hjá okkur úti og mikið af leikjum, svo maður er í fínum takti, eins og flestallir hjá okkur. Það telur [í dag] að vinna heimaleikinn,“ segir Janus. Klippa: Janus um leikinn við Eistland í kvöld Nokkuð er um meiðsli í íslenska hópnum og til að mynda er fyrirliðinn Aron Pálmarsson ekki með. „Við búum að því að eiga mjög marga hæfileikaríka handboltamenn í dag. Það er alltaf leiðinlegt að missa menn út en þetta er týpískt undir lok tímabils. Þetta er langt og strembið tímabil hjá okkur öllum, og við leysum þetta bara,“ segir Janus. „Við þurfum að koma okkur inn á HM. Það er algjör lykill og verðugt verkefni. Við teljum okkur vera með hörkulið í höndunum og þurfum bara að ná úrslitum,“ segir Janus, en er um skyldusigur að ræða? „Já, mér finnst það.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Við hlökkum til að spila í Höllinni,“ segir Janus sem verður á ferðinni í Laugardalshöll í kvöld þegar fyrri leikurinn við Eistland fer fram. Seinni leikurinn verður svo ytra á laugardaginn þar sem önnur þjóðanna mun fagna HM-sæti. Janus hefur haft í nógu að snúast með Magdeburg í Þýskalandi í vetur en liðið er á toppi þýsku deildarinnar og komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, eftir háspennueinvígi við Kielce sem endaði í vítakeppni. Þá varð Janus þýskur bikarmeistari í síðasta mánuði. Hann segir leikjaálagið hjálpa nú þegar kemur að einvíginu við Eistland. „Það er nóg að gera hjá okkur úti og mikið af leikjum, svo maður er í fínum takti, eins og flestallir hjá okkur. Það telur [í dag] að vinna heimaleikinn,“ segir Janus. Klippa: Janus um leikinn við Eistland í kvöld Nokkuð er um meiðsli í íslenska hópnum og til að mynda er fyrirliðinn Aron Pálmarsson ekki með. „Við búum að því að eiga mjög marga hæfileikaríka handboltamenn í dag. Það er alltaf leiðinlegt að missa menn út en þetta er týpískt undir lok tímabils. Þetta er langt og strembið tímabil hjá okkur öllum, og við leysum þetta bara,“ segir Janus. „Við þurfum að koma okkur inn á HM. Það er algjör lykill og verðugt verkefni. Við teljum okkur vera með hörkulið í höndunum og þurfum bara að ná úrslitum,“ segir Janus, en er um skyldusigur að ræða? „Já, mér finnst það.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira